SFO rannsakar Icesave en málið ekki á borði sérstaks Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. mars 2011 13:20 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. SFO hefur nú hafið sjálfstæða rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi. Icesave Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi.
Icesave Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira