Erlent

Þúsundir í mótmælagöngu í Lundúnum

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Búist er við allt að 250 þúsund manns taki þátt í mótmælagöngu í miðborg Lundúna í dag gegn niðurskurðaráformum bresku ríkisstjórnarinnar.

Breska alþýðusambandið skipuleggur gönguna en mikill viðbúnaður er hjá lögreglu sem óttast að fámennir hópar reyni að efna til óspekta.

4500 lögregluþjónar hafa verið kallaðir út og þá munu eitt þúsund fulltrúar frá breska alþýðusambandinu vakta gönguna og sjá til þess að allt fari fram með friðsamlegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×