Erlent

Tugþúsundir mótmæla í Jemen

MYND/AP
Tugþúsundir manna komu saman í höfuðborg Jemens, Sanaa, í dag að loknum föstudagsbænum múslima. Mikil ófriður hefur verið í landinu síðustu vikur og í síðustu viku féllu 50 manns fyrir byssukúlum lögreglunnar.

Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins, Abdullah Saleh, segi af sér en forsetinn sagði sjálfur á fjöldafundi stuðningsmanna sinna að hann væri tilbúinn til þess, en aðeins ef stjórnartaumarnir færu í öruggar hendur eins og hann orðaði það. Hann þvertekur fyrir að lögreglan hafi átt hlut að máli þegar mótmælendur voru skotnir í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×