Handbolti

Pálmar: Kominn tími á að ég myndi geta eitthvað

Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, gerði sínum gömlu félögum í Val engan greiða í kvöld þegar hann afgreiddi þá í Krikanum og svo gott sem sá til þess að Valur fer ekki í úrslitakeppnina í ár.

"Þetta var frekar beisik. Ég hef getað sparað mig í síðustu leikjum því Danni er búinn að standa sig mjög vel. Það er fínt að geta komið og sýnt að maður geti eitthvað. Að maður sé ekki bara gamalt úrhrak á bekknum," sagði Pálmar kíminn.

"Það var kominn tími á að ég myndi geta eitthvað. Það voru síðan allir að tala um að þetta væri úrslitaleikur fyrir Val en við settum þetta upp eins og þetta væri úrslitaleikur fyrir okkur. Við vildum tryggja annað sætið.

"Valsararnir voru að spila ágætlega en ég náði að taka nokkra góða. Ég verð að viðurkenna það. Því miður fyrir Val þá komast þeir varla í úrslitakeppnina í ár. Ég gerði þeim enga greiða og það fækkar eitthvað póstkortunum eftir þennan leik," sagði Pálmar og glotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×