Erlent

Þvertaka fyrir dauða óbreyttra borgara

Yfirmaður í Bandaríkjaher staðhæfir að engar staðfestar fregnir hafi borist af mannfalli á meðal óbreyttra borgara í Líbíu af völdum loftárása bandamanna síðustu daga. Þetta gengur þvert á það sem talsmenn Gaddafís einræðisherra hafa staðhæft. Aðmírállinn Gerard Hueber segir að verkefni bandamanna sé að verja saklausa borgara og því séu skotmörk valin með það sem helsta markmið að skaða ekki almenna borgara.

Enn er tekist á um hver eigi að fara með stjórnina á aðgerðunum en Bandaríkjamenn vilja ólmir losna undan því og láta NATO sjá um málið. Tyrkir hafa hinsvegar mótmælt því harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×