Erlent

Að minnsta kosti tíu mótmælendur skotnir til bana

Al Assad, forseti Sýrlands á nú undir högg að sækja.
Al Assad, forseti Sýrlands á nú undir högg að sækja.
Að minnsta kosti tíu mótmælendur létu lífið og tugir eru slasaðir eftir að lögreglan í Sýrlandi hóf skothríð á hóp fólks sem mótmælti drápum á sex mótmælendum í borginni Daraa í fyrrinótt.

Lögreglan skaut á hundruð ungmenna sem reyndu að komast inn í borgina til þess að taka þátt í mótmælunum. Baráttumenn fyrir mannréttindum í landinu fullyrða að allt að 37 hafi látið lífið. Þá er sagt að lögregla hafi einnig skotið á fólk sem mætti við jarðarför sexmenninganna.

Ástandið versnar því með hverjum deginum í Sýrlandi en áður en til átakanna í gærkvöldi kom höfðu að minnsta kosti 12 mótmælendur verið skotnir til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×