Erlent

Forseti Rússlands bauð Deep Purple í hádegisverð

Forsetinn ræðir hér við rokkstjörnurnar
Forsetinn ræðir hér við rokkstjörnurnar Mynd/AFP
Dimitry Medvedev bauð meðlilmum hljómsveitarinnar Deep Purple í lúxus bústað sinn, sem staðsettur er rétt fyrir utan Moskvu, í gær en hljómsveitin hélt tónleika í borginni síðar um kvöldið.

Hljómsveitin ku vera hans uppáhaldshljómsveit og hefur hann hlustað á hana frá því hann var lítill strákur. Þeir drukku te og snæddu hádegisverð saman en boðið var mjög óhefðbundið og var forsetinn klæddur í gallabuxur og skyrtu, að sögn talsmanns hans.

„Þegar ég byrjaði að hlusta á Deep Purple óraði mig ekki fyrir því að ég myndi sitja hérna með ykkur í dag,“ sagði forsetinn við meðlimi hljómsveitarinnar.

Áður en rokkstjörnurnar kvöddu forsetann gáfu þeir honum trommukjuða í gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×