Erlent

Gaddafí: Ég er skapari morgundagsins

Múammar Gaddafí leiðtofi Líbíu segist handviss um að hann og hans menn beri sigur úr býtum í því stríði sem nú stendur yfir. Gaddafi kom út á meðal almennings þegar hann hélt ræðu sem sýnd var í sjónvarpi á stað sem nýlega varð fyrir sprengjum bandamanna sem hafa látið loftskeytum og sprengjum rigna á höfuðborginni Trípólí síðustu fjórar nætur.

Ræðan var stutt en í henni hvatti hann alla íslamska heri til þess að snúast í lið með sér. Gaddafi segir að krossferðirnar séu hafnar að nýju og því ættu allir múslimar að snúa bökum saman. Hann sagðist fullviss um fullnaðarsigur í baráttuni. Hann sagðist alls óhræddur við óveður eða orrustuþotur. Hann væri réttmætur eigandi og skapari morgundagsins og að svo verði um nána framtíð.

Harðir bardagar halda áfram á milli manna Gaddafis og uppreisnarmanna í landinu. Verst hefur ástandið verið í borginni Misrata en Líbíuher hefur setið um hana síðustu vikur þannig að matur og lyf eru orðin af skornum skammti í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×