Dómstólaleið í Icesavemáli er vandrötuð og áhættusöm Ingvar Gíslason skrifar 23. mars 2011 06:00 9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar