Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Er Eiður hættur með landsliðinu?

Eiður Smári Guðjohnsen var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar velti Guðmundur Benediktsson upp þeirri spurningu hvort framherjinn hjá Fulham væri búinn  að leika sinn síðasta A-landsleik. Eiður var sem kunnugt er ekki valinn í leikmannahóp Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni EM um næstu helgi. Hjörvar Hafliðason og Rúnar Kristinsson ræddu málin við Guðmund.

„Það er voðalega erfitt að segja til um það,“  sagði Rúnar m.a. en hann er þjálfari KR í Pepsí-deildinni. 

„Mark Hughes talaði mjög vel um hann þegar hann kom, þeir höfðu kannski ekki reiknað með því að Bobby Zamora myndi koma svona snemma inn í liðið eftir meiðsli. Það hefur kannski líka sett strik í reikninginn hvað varðar möguleika Eiðs. Maður vonar bara að Eiður nái sér á strik og fái sína leiki – því við vitum að hann er frábær leikmaður,“ bætti Rúnar við. 

„Eiður Smári er sá markahæsti í sögunni (hjá landsliðinu) og ég held að hann þori ekkert að gefa það út að hann sé hættur með landsliðinu. Það getur vel verið að Óli Jó (Ólafur Jóhannesson) hætti eða verði rekinn, eða hvernig sem það er, og þá komi nýr maður sem vill velja Eið Smára á ný,“  sagði Hjörvar m.a. í þættinum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×