Erlent

Milljónir Egypta kjósa - ElBaradei grýttur

Frá mótmælunum í Egyptalandi í febrúar.
Frá mótmælunum í Egyptalandi í febrúar.
Milljónir Egypta hafa tekið þátt í kosningum í dag þar sem kosið er um breytingar á stjórnarskrá Egyptalands. Verði breytingarnar samþykktar þýðir það að Egyptar geta haldið lýðræðislegar kosningar eftir hálft ár.

Þetta er í fyrsta skiptið sem flestir Egyptar taka þátt í lýðræðislegum kosningum en herlög giltu í landinu undir stjórn Hosni Mubaraks sem hrökklaðist frá völdum í byrjun febrúar.

Nóbelsverðlaunahafinn Mohamed ElBaradei var grýttur af ungmennum þegar hann ætlaði að fara að kjósa í Kaíró. Hann þurfti frá að hverfa vegna þessa. Hann heldur því fram að aðförin að honum hafi verið skipulögð af stuðningsmönnum Mubaraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×