Erlent

Lofar löngu stríði og ætlar ekki að gefa þumlung eftir

Frá Líbíu.
Frá Líbíu.
Muammar Gaddafi lofaði löngu stríði í símaviðtali sem var tekið við hann í líbíska ríkissjónvarpinu í morgun.

Viðtalið var tekið eftir að franskar og breskar herþotur höfðu haldið úti loftárásum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk. Alls skutu Bretar og Bandaríkjamenn hundrað og tíu eldflaugum á Líbíu en líbíska sjónvarpsstöðin heldur því fram að 48 óbreyttir borgarar hafi fallið í árásum bandamanna.

Þá sýndi sjónvarpsstöðin 150 borgara sem hafa slasast.

Viðtalið við Gaddafi var dramatískt eins og von er á þegar Gaddafi er annarsvegar.

Meðal annars sagði hann að stjórnarhermennirnir myndu ekki gefa þumlung eftir. Á meðan hann talaði digurbarkarlega sýndi sjónvarpsstöðin mynd af gullnum hnefa kremja bandaríska orrustuþotu.

Loftárásirnar hófust í gærkvöldi. Skotmörk bandamanna hafa verið herstöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×