ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave 31. mars 2011 11:25 Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira