Erlent

Til í aðra kóran-brennu

Óli Tynes skrifar
Terry Jones.
Terry Jones.
Bandaríski klerkurinn Terry Jones segist ekki iðrast þess að hafa kveikt í kóraninum þótt sá gjörningur hafi kostað þrjátíu manns lífið og skilið 150 eftir særða. Meðal þeirra sem létu lífið voru tíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem voru myrtir þegar æstur múgur réðust inn á skrifstofu samtakanna í Kandahar í Afganistan.

 

Jones segir að það séu morðingjarnir sjálfir sem beri ábyrgð á þessu en ekki hann. Menn verði að hætta því finna stöðugar afsakanir fyrir ofbeldisverkum múslima. Þær séu á þeirra eigin ábyrgð.

 

Jones segir ennfremur að hann væri alveg til í að kveikja í öðrum kóran ef tilefni gæfist til. Jones leiðir fimmtíu manna söfnuð í Flórída.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×