Erlent

Líbíska konan fundin

Óli Tynes skrifar
Eman al-Obeidi var dregin út af hóteli vestrænna fréttamanna.
Eman al-Obeidi var dregin út af hóteli vestrænna fréttamanna.


Líbíska konan sem sakaði hermenn Gaddafis um hópnauðgun hvarf af sjónarsviðinu eftir að hún var dregin út af hóteli vestrænna fréttamanna í síðustu viku.

CNN fréttastofan hefur nú náð sambandi við Eman al-Obeidi sem ítrekaði að fimmtán hermenn hefðu haldið sér fanginni í tvo sólarhringa og misþyrmt sér og nauðgað. Hún segir frá illri meðferð eftir handtökuna.

Hún hafi verið yfirheyrð í þrjá sólarhringa. Það hafi verið skvett á hana vatni og kastað í hana mat. Þessu hafi ekki linnt fyrr en læknir staðfesti að henni hefði verið nauðgað. Þá hafi henni verið sleppt en nú sitji hún í stofufangelsi heima hjá sér og fái ekki að yfirgefa landið. Hún segist óttast um líf sitt fyrir stuðningsmönnum Gaddafis.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×