Erlent

Mæla geislavirkni í skólum í Fukushima

Yfirvöld í Fukushima héraði hafa sett í gang neyðaráætlun sem miðaðar að því að geislamæla öll skólahús og skólalóðir í héraðinu.

Um 1.400 skólar verða kannaðir næstu tvo daga. Þetta var ákveðið þar sem foreldrar barna í þessum skólum hafa miklar áhyggjur af geislsvirkninni frá hinu laskaða kjarnorkuveri í Fukushima. 

Samkvæmt opinberum tölum er staðfest að yfir 12.000 manns fórust í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem skall á Japan en um 15.500 manns er enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×