Viðskipti erlent

Olíuverðið fór yfir 121 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu náði nýju hámarki á árinu í gærdag þegar verðið á Brent olíunni fór yfir 121 dollar á tunnuna.

Verðið hefur gefið aðeins eftir í morgun og stendur í 120,7 dollurum á tunnuna. Hefur verðið ekki verið hærra í 30 mánuði eða frá sumrinu 2008.

Verðið á bandarísku léttolíunni fór í 108,5 dollara á tunnuna og hefur ekki verið hærra síðan síðasta haust.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að verðlækkunin í morgun stafi af því að líkur hafi aukist á því að Gaddafi leiðtogi Líbíu fari frá völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×