Erlent

Norðmenn halda til sjóræningjaveiða

Óli Tynes skrifar
Ein af Orionvélum norska flughersins.
Ein af Orionvélum norska flughersins.
Norðmenn ætla að blanda sér í baráttuna við sjóræningja undan ströndum Sómalíu með afgerandi hætti. Þeir ætla að senda fjögurra hreyfla Orion eftirlitsflugvél til Afríku en það eru fullkomnustu eftirlitsvélar sem völ er á.

 

Þær geta séð hraðbáta sjóræningjanna úr mikilli fjarlægð og leiðbeint

herskipum og þyrlum að þeim. Af Norðurlandaþjóðunum hafa Danir annars haft forystu á þessum slóðum. Herskip frá þeim hafa komið í veg fyrir mörg sjórán og handtekið tugi sjóræningja.Sjórán eru mikið vandamál undan ströndum Afríku enda hafsvæðið sem þarf að gæta gríðarlega stórt.Þessa stundina eru 26 skip og yfir 550 sjómenn í gíslingu sjóræningja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×