Fyrsta tap Mourinho á heimavelli í níu ár - vann 150 leiki í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 17:54 Jose Mourinho hafði ekki tapað í 150 deildarleikjum í röð. Nordic Photos / AFP Í dag batt Sporting Gijon enda á níu ára taplaust tímabil Jose Mourinho knattspyrnustjóra í deildarleikjum á heimavelli. Á þessum níu árum léku lið Mourinho 150 deildarleiki í röð án taps. Gijon vann þá 1-0 sigur á Real Madrid en með tapinu minnkuðu vonir síðarnefnda liðsins um spænska meistaratitilinn verulega. Barcelona á reyndar eftir að spila við Villarreal á útivelli síðar í dag. Síðast tapaði Mourinho deildarleik á heimavelli er hann var stjóri Porto í Portúgal. Liðið tapaði þá fyrir Beira-Mar, 3-2, þann 23. febrúar árið 2002. Það var reyndar eina tap Mourinho í deildarleik á heimavelli á ferlinum til þessa. Síðan þá hefur hann stýrt Chelsea, Inter og nú Real Madrid með glæsilegum árangri. Lið hans virtust ósigrandi á heimavelli, þar til í dag. Miguel skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu með skoti úr teig. Madrídingar sóttu stíft eftir þetta en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið nokkur dauðafæri. Margir af lykilmönnum Real voru fjarverandi í dag, vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þeirra á meðal má nefna Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Xabi Alonso. Ef Barcelona vinnur í kvöld nær liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Sporting Gijon hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar með sigrinum ótrúlega í kvöld.150 leikir Mourinho án taps: Porto 38 leikir (36 sigrar, tvö jafntefli) Chelsea 60 leikir (46 sigrar, fjórtán jafntefli) Inter 38 (29 sigrar, níu jafntefli) Real Madrid 14 (14 sigrar) Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Í dag batt Sporting Gijon enda á níu ára taplaust tímabil Jose Mourinho knattspyrnustjóra í deildarleikjum á heimavelli. Á þessum níu árum léku lið Mourinho 150 deildarleiki í röð án taps. Gijon vann þá 1-0 sigur á Real Madrid en með tapinu minnkuðu vonir síðarnefnda liðsins um spænska meistaratitilinn verulega. Barcelona á reyndar eftir að spila við Villarreal á útivelli síðar í dag. Síðast tapaði Mourinho deildarleik á heimavelli er hann var stjóri Porto í Portúgal. Liðið tapaði þá fyrir Beira-Mar, 3-2, þann 23. febrúar árið 2002. Það var reyndar eina tap Mourinho í deildarleik á heimavelli á ferlinum til þessa. Síðan þá hefur hann stýrt Chelsea, Inter og nú Real Madrid með glæsilegum árangri. Lið hans virtust ósigrandi á heimavelli, þar til í dag. Miguel skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu með skoti úr teig. Madrídingar sóttu stíft eftir þetta en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið nokkur dauðafæri. Margir af lykilmönnum Real voru fjarverandi í dag, vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þeirra á meðal má nefna Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Xabi Alonso. Ef Barcelona vinnur í kvöld nær liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Sporting Gijon hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar með sigrinum ótrúlega í kvöld.150 leikir Mourinho án taps: Porto 38 leikir (36 sigrar, tvö jafntefli) Chelsea 60 leikir (46 sigrar, fjórtán jafntefli) Inter 38 (29 sigrar, níu jafntefli) Real Madrid 14 (14 sigrar)
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira