Erlent

Zapatero hættir

Zapatero.
Zapatero.
Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti í morgunn að hann myndi ekki gefa kost sér fyrir þingkosningarnar sem verða haldnar á næsta ári.

Vinsældir forsætisráðherrans hafa aldrei verið minni en sjálfur sagði hann að ákvörðunin væri sú rétta fyrir land og þjóð, fjölskyldu og flokk sinn.

Zapatero varð forsætisráðherra árið 2004, skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Madrid. Þá var mikill uppgangur í efnahagslífi Spánar. Nú eru tímarnir aðrir, Spánn gengur í gegnum djúpa kreppu auk þess sem atvinnuleysi í landinu er tuttugu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×