Fótbolti

Bjórglasi kastað í aðstoðardómara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dómarinn umræddi sem fékk bjórglasið í sig.
Dómarinn umræddi sem fékk bjórglasið í sig. Nordic Photos / Bongarts
Viðureign St. Pauli og Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í gær var blásinn af skömmu fyrir lok venjulegst leiktíma. Schalke hafði þá forystu, 2-0.

Stuðningsmenn St. Pauli köstuðu þá fullu bjórglasi í annan aðstoðardómara leiksins. Dómari leiksins, Deniz Aytekin, skipaði liðunum þá umsvifalaust að halda til sinna búningsklefa.

St. Pauli var þá búið að missa tvo leikmenn af velli með rautt spjald og er ekki ólíklegt að yfirvöld muni dæma Schalke 2-0 sigur í leiknum.

Aytekin greindi frá því eftir leik að strax í fyrri hálfleik hafi verið byrjað að grýta kveikjurum og smápeningum í aðstoðardómarana.

Forráðamenn þýska knattspyrnusambandið sögðu að rannsókn yrði sett af stað vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×