Erlent

Lokasókn sögð hafin á Fílabeinsströndinni

Harðir bardagar geisuðu í nótt í stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan á milli manna Alassane Outtara, sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem réttkjörinn forseta, og manna Laurents Gbagbo, sitjandi forseta sem neitar að láta af völdum.

Skothríð hefur heyrst við forsetabústaðinn þar sem Gbabgo hefur dvalið og stuðningsmenn Úttara hafa náð sjónvarpsstöð landsins á sitt vald. Það virðist því sem lokasókn Outtaras sé hafin með það að markmiði að koma Gbabgo endanlega frá völdum og virðist stjórnarherinn að mestu láta átökin afskiptalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×