Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi 18. apríl 2011 19:30 Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira