Menning

Gyrðir fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Gyrðir Elíasson.
Gyrðir Elíasson.
Rithöfundurinn Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir bók sína, Milli trjánna, en niðurstaða dómnefndar var tilkynnt fyrir stundu.

„Ég er orðlaus, ég átti ekki von á þessu," sagði Gyrðir þegar verðlaunin voru gerð kunnug.

Áður hafði hann verið tilnefndur til verðlaunanna fyrir smásagnasafnið Gula húsið og söguna Bréfbátarigningin.

Það var Sjón sem síðast hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands en það var fyrir Skugga Baldur árið 2005.

Íslenskir rithöfundar hafa sjö sinnum hlotið verðlaunin, sé Gyrðir talinn með.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs nema 350.000 dönskum krónum, nær 7,5 milljónum íslenskra króna. Gyrðir Elíasson mun veita verðlaununum viðtöku á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.