Erlent

Fimmtíu ár síðan Gagarín fór út í geiminn

Yuri Gagarín.
Yuri Gagarín.
Fimmtíu ár eru liðin frá því geimfarinn Yuri Gagarín fór fyrstur manna út fyrir gufuhvolfið.

Því var fagnað víðsvegar um Rússland í gær auk þess sem sérstök hátíð er haldin á geimsafninu í Moskvu þar sem kollegar Gagaríns, meðal annars Bandarískir, fögnuðu afmælinu.

Sennilega bjóst Gagarín ekki við því að vera heiðraður af bandarískum geimförum enda tilgangur þess að skjóta honum út í geiminn hluti af ógvænlegu geimferðakapphlaupi í kalda stríðinu.

Gagarín lést fyrir aldur fram í flugslysi árið 1968. Hann hefði orðið 77 ára gamall þann 9. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×