Erlent

Varar við langvarandi borgarastríði í Líbíu

Fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, Moussa Koussa, sem flýði landið stuttu eftir að ófriðurinn hófst þar í landi, varar við langvarandi borgarastríði í Líbíu.

Moussa segir talsverða hættu á að Líbía verði eins og Sómalía þar sem enn geisar harðvítug borgarastyrjöld á milli stríðsherra.

Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hefur átt í fullu fangi með að brjóta á bak aftur uppreisn Líbíumanna. Átökin hafa verið tvísýn þrátt fyrir flugbann yfir landinu. Fyrrverandi utanríkisráðherrann telur bandamenn ekki gera nóg til þess að styðja uppreisnarmennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×