Erlent

Mubarak í yfirheyrslu

Hosni Mubarak
Hosni Mubarak Mynd/AFP
Egypsk yfirvöld hafa boðað Hosni Mubarak í yfirheyrslur eftir gríðarlegan þrýsting almennings í landinu. Mubarak hrökklaðist frá völdum í byrjun febrúar eftir að hafa ríkst sem forsætisráðherra í landinu í um þrjátíu ár.

Það var svo á föstudaginn sem hundruð þúsundir Egypta komu saman á Frelsistorgi og kröfðust þess að það yrði réttað yfir Mubarak.

Almenningur er afar ósáttur við seinagang í málinu. Það var svo í dag sem yfirvöld tilkynntu að Mubarak yrði yfirheyrður auk sona sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×