Fótbolti

Björn Bergmann efsti Íslendingurinn á lista Verdens Gang

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström en þar er hann að hefja sitt þriðja tímabil.
Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström en þar er hann að hefja sitt þriðja tímabil. lsk.no
Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström en þar er hann að hefja sitt þriðja tímabil. Björn, sem lék með ÍA áður en hann fór til Noregs, verður tvítugur í lok ársins en hann hefur gefið fjórar stoðsendingar í fyrstu þremur umferðunum.

Hann er með hæstu einkunn þeirra Íslendinga sem leika í norsku úrvalsdeildinni enað 5,67 að meðaltali og skilar það honum í 11.-22. sætið á lista Verdens Gang. Øyvind Hoås leikmaður Sarpsborg er efstur með 7,5 að meðaltali.

Stefán Logi Magnússon, markvörður Lilleström, er með 5 að meðatali í einkunn líkt og Stefán Gíslason sem er einnig hjá Lilleström. Birkir Már Sævarsson hjá Brann er einnig með 5 að meðaltali í 42.- 81. sæti á lista VG.

Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðsson sem leika báðir með Viking eru með 4,5 að meðaltali í 109.-130. sæti.

Þar fyrir neðan er Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður hjá Stabæk en hann er með 4,33 að meðaltali í 130.-141. sæti. Veigar Páll Gunnarsson sóknarmaður hjá Stabæk er með 4 að meðaltali í 141.- 170. sæti. Veigar hefur ekki skorað mark né gefið stoðsendingu í fyrstu þremur leikjum Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×