Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Fukushima

Kjarnorkuverið í Fukushima.
Kjarnorkuverið í Fukushima.
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Fukushima í Japan í morgun. Talið er að hann sé 7,1 á richter.

Starfsmenn kjarnorkuversins hafa verið fluttir á brott en búið er að vara við flóðbylgju. Mánuður er síðan fyrsti jarðskjálftinn reið fyrir Japan sem var rúmlega níu á richter.

Japönsk yfirvöld hafa stækkað svæðið vegna geislamengunar í kringum laskaða kjarnorkuverið í Fukushima. Áður var borgurum ráðlagt að vera ekki í tuttugu kílómetra fjarlægð af ótta við geislamengun.

Nú er fólki ráðlagt að vera ekki í 40 kílómetra fjarlægð frá verinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×