Innlent

Fimmlembd ær á Sauðárkróki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dögg með öll lömbin sín. Mynd/ Feykir.
Dögg með öll lömbin sín. Mynd/ Feykir.
Ærin Dögg, sem er á fjórða vetri og búsett á bænum Tröð við Sauðárkrók, bar í dag fimm lömbum. Fram kemur á fréttavefnum Feyki að um sé að ræða þrjá hrúta og tvær gimbur.

Það er sjaldgæft að ær beri svo mörgum lömbum, en Sóley Skarphéðinsdóttir, bóndi á Tröð, segir við Feyki að hún eigi von á allri flórunni þetta vorið. „Það eru komnar bæði einlemdar, tvílemdar og þrílemdar," segir Sóley, sem veit jafnframt af einni sem á von á fjórum lömbum.

Dögg hefur tvisvar verið þrílembd. Sóley gerir ráð fyrir að taka undan henni einhver lömb enda ráði hún tæplega við að mjólka fyrir öll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×