Innlent

Samtök ferðaþjónustunnar vilja ódýrara bensín

Samtök ferðaþjónustunnar taka undir áskorun FÍB, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til stjórnvalda um að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti.   Vegagerðin spáir verulegum samdrætti í umferð framundan og er ljóst að það mun koma fram í fækkun ferðamanna úti á landsbyggðinni, sérstaklega í þeim byggðum sem langt er að sækja.

„Ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins í bæði gjaldeyris- og atvinnusköpun og getur það því haft alvarlegar afleiðingar ef samdráttur í ferðum um landið verður mikill,“ segir í tilkynningu frá Samtökunum.

Eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og er staðan nú þannig að aðeins er ekið á Vík í Mýrdal fyrir það eldsneyti sem fór í að aka á Höfn í Hornafirði árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×