Innlent

Klikkað kaffi á geðveiku kaffihúsi

Listahátíð án landamæra verður sett í dag klukkan 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur
Listahátíð án landamæra verður sett í dag klukkan 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur
„Á Geðveiku kaffihúsi er kaffið klikkað og baksturinn brjálæðislega góður." Þannig hljómar lýsing á kaffihúsi sem Hugarafl verður með opið á morgun, sem lið í hátíðinni List án landamæra.

Opnunarhátíðin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan fimm þar sem fjöldi listafólks sýnir verk sín. Þá mun Táknmálskórinn „syngja" fyrir gesti.

Geðveika kaffihúsið verður opið á morgun milli klukkan eitt og fimm síðdegis, og verður í Hinu húsinu Pósthússtræti.

Dagskrá hátíðarinnar er veigamikil og má lesa dagskrárbæking með því að smella hér.

Samstarfsaðilar í stjórn Listar án landamæra eru: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak - félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Öryrkjabandalag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna.

Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar og eru allir velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×