Innlent

Dikta spilar fyrir verkalýðinn

Á milli þess sem baráttufólk fyrir bættum hag verkalýðsins heldur ræður mun hljómsveitin Dikta stíga á svið
Á milli þess sem baráttufólk fyrir bættum hag verkalýðsins heldur ræður mun hljómsveitin Dikta stíga á svið
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, fellur í ár á sunnudag. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika því fyrir kröfugöngu sem farin verður frá Laugaveginum í Reykjavík og niður á Ingólfstorg.

Safnast verður saman klukkan 13.00 á sunnudag á horni Snorrabrautar og Laugavegar. Örræður verða fluttar á meðan gangan stendur yfir en útifundur hefst á Austurvelli klukkan 14.10.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

Ræða

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ.

Tónlist

Hljómsveitin Dikta.

Ræða

Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB.

Tónlist

Hljómsveitin Dikta.

Ræða

Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður Samband íslenskra framhaldsskólanema.

Fundarstjóri

Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarmaður í Eflingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×