Innlent

Segir hagræðingu ekki ástæðu bættrar niðurstöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Magnússon segir að hagræðingaraðgerðir hafi ekki skapað betri niðurstöðu. Mynd/ Stefán.
Sigurður Magnússon segir að hagræðingaraðgerðir hafi ekki skapað betri niðurstöðu. Mynd/ Stefán.
Bættur rekstrarárangur á Álftanesi frá áætlun skýrist alfarið af hækkun á greiðslum frá jöfnunarsjóði sveitarfélaganna og vegna hækkunar á gengi krónunnar sem skilaði gengishagnaði vegna erlendra lána, segir Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Álftanesslistans.

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að um átta milljóna króna tap var á rekstri Álftanesbæjar á síðasta rekstrarári. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir að tapið yrði miklu meira, eða um 102 milljónir króna.

„Þegar borinn er saman halli árið 2009 og hallin nú 2010 verður að hafa inni í myndinni að mestur hluti hallans 2009 stafaði af gengistapi, en íslenska krónan hélt áfram að veikjast á árinu 2009 þrátt fyrir gengishrunið 2008," segir Sigurður. Í fyrra hafi hinsvegar orðið viðsnúningur í gengisþróun og í stað gegistaps 2009 sé nú verulegur gengishagnaður. Þessar utanaðkomandi aðstæður skýri að mestu mun á þessum rekstrarárum. Að auki hafi skatttekjur aukist vegna tímabundinna auka skattlagningar á Álftanesi.

Sigurður segir að minnstu hagræðingaraðgerðir hafi skipt litlu máli fyrir bætta rekstrarniðurstöðu, auk þess sem það verði að gera ráð fyrir að hluti hagræðingaaðgerðanna, svo sem niðurskurður á því sem fólk telji vera grunnþjónustu sé tímabundin ráðstöfun.


Tengdar fréttir

Rekstur Álftaness gekk betur en búist var við

Um átta milljóna króna tap var á rekstri Álftanesbæjar á síðasta rekstrarári. Áætlanir höfðu hins vegar gert ráð fyrir að tapið yrði 102 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins er neikvætt um 1249 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×