Innlent

Kosið til vígslubiskups fyrri hluta júlímánaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi geti farið fram að nýju fyrri hluta júlímánaðar. Kosning sem þegar hefur farið fram var ógild vegna þess að tvö atkvæði voru póstlögð eftir að frestur til að póstleggja atkvæði voru lögð fram. Sagði kjörstjórn af sér eftir það.

Ákveðið hefur verið að leggja fram nýja kjörskrá sem tekur gildi 1. maí 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn sem fundaði í dag. Í tilkynningunni kemur fram að 149 prestar eru á kjörskrá, en tveir þeirra presta sem voru á kjörskrá hinn 1. febrúar síðastliðinn hafa ekki lengur kosningarétt þar sem þeir hafa látið af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×