Innlent

Farþegar Iceland Express ferðast með Iron Maiden vélinni

Ein þeirra véla sem notuð verður á flugleiðum Iceland Express í sumar er kyrfilega merkt bresku þungarokkssveitinni Iron Maiden. Vélin hefur verið á ferð og flugi með hljómsveitina síðustu ár og gengur undir nafninu Ed Force One, í höfuðið á „lukkudýri“ dýri sveitarinnar, Eddie.

Flugstjórinn um borð hefur reyndar verið söngvari sveitarinnar Bruce Dickinson en hann hefur nokkrum sinnum flogið fyrir Iceland Express og systurfélagið Astreus. Dickinson mun einnig fljúga henni af og til með íslenska farþega innanborðs að því er fram kemur í tilkynningu frá Iceland Express.

„Það er sannarlega gaman að þessi hljómsveit sem var stofnuð fyrir röskum 30 árum, haldið um 2000 tónleika og selt um 80 milljónir diska, hafi þessi tengsl við okkur," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.   „Ég er viss um, að þetta samstarf verður bara skemmtilegt og aldrei að vita nema Bruce taki lagið fyrir farþegana okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×