Innlent

Tekur við formennsku á umbrotatímum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Einar Stefánsson tekur formlega við formennsku í VR í kvöld. Mynd/ Arnþór.
Stefán Einar Stefánsson tekur formlega við formennsku í VR í kvöld. Mynd/ Arnþór.
„Þetta er spennandi verkefni. Það verður ekki sagt að ég sé að taka við á rólegustu tímum í sögu félagsins. Við höfum vísað kjaradeilu okkar til ríkissáttasemjara," segir Stefán Einar Stefánsson, sem tekur við embætti formanns VR á aðalfundi félagsins í kvöld. Hann var kjörinn í embættið í netkosningu sem lauk í lok mars.

Stefán segir að kjaradeilu VR hafi verið vísað til ríkissáttasemjara síðdegis í gær. „Og það er í fyrsta sinn sem VR gerir það síðan 1988," segir Stefán Einar.

Stefán Einar segir hætt við því að það muni skerast í brýnu á vinnumarkaði hér á landi. „Það er hins vegar áhugavert og spennandi verkefni að stýra félaginu í gegnum það allt saman," segir Stefán Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×