Innlent

Kosning til vígsubiskups ógilt

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Kosið verður aftur um frambjóðendur til embættis vígslubiskups innan Þjóðkirkjunnar, þar sem fyrri kosning hefur verið lýst ólögmæt.

Sr. Sigrún Óskarsdóttir var hlutskörpust í kosningunni með 40 atkvæði, Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hlaut 35 atkvæði og Sr. Agnes Sigurðardóttir 34 atkvæði.

Ástæða þess að endurtaka þarf kosninguna er að þrjú atkvæði sem tekin voru gild, voru póstlögð þremur dögum eftir að frestur til að skila inn atkvæðum rann út.

Þau atkvæði hefðu getað ráðið hvort Sr. Agnes lenti í öðru eða þriðja sæti, en kjósa átti í næsta mánuði milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu í kjötinu. Agnes kærði kosninguna en aðeins munaði einu atkvæði milli Agnesar og Jóns Dalbú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×