Innlent

Minningarsíður á Facebook án vitundar ættingja

Minningarsíður á samskiptavefnum Facebook hafa verið ansi umdeildar og þá sérstaklega fyrir þær sakir að þær eru oft stofnaðar skömmu eftir andlát einstaklinga, án leyfis eða jafnvel vitundar fjölskyldu hins látna.

Nokkur dæmi eru um að minningarsíður hafi verið settar upp örfáum klukkustundum eftir að andlát einstaklingsins ber skyndilega að garði og áður en það hefur verið tilkynnt til nánustu ætttingja og vina. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur, segir það geta verið skelfileg upplifun að komast að andláti ástvinar á þennan hátt.

Borið hefur á því að unglingar séu stofnendur minningarsíða á samskiptavefum og brýnir Bryndís fyrir foreldrum að ræða við börn sín um þessi mál. Hún telur mikilvægt að þeir sem ætli sér að stofna síður sem þessar ráðfæri sig við aðstandendur hins látna og fái leyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×