Innlent

Þriggja milljóna styrkur til rústahópsins

Fulltrúar Rústabjörgunarsveitarinnar, þeir Haraldur Ísleifur og Björgvin Herjólfsson, ásamt fulltrúum Auroru velgerðasjóðs þeim Auði Einarsdóttur framkvæmdastjóra Auroru veglerðasjóðs og Sigurði Guðmundssyni sem situr í stjórn sjóðsins
Fulltrúar Rústabjörgunarsveitarinnar, þeir Haraldur Ísleifur og Björgvin Herjólfsson, ásamt fulltrúum Auroru velgerðasjóðs þeim Auði Einarsdóttur framkvæmdastjóra Auroru veglerðasjóðs og Sigurði Guðmundssyni sem situr í stjórn sjóðsins
Aurora velgerðasjóður hefur veitt Rústahópi Björgunarsveitarinnar Ársæls þriggja milljón króna styrk til tækjakaupa.  

Sveitin tók meðal annars þátt í björgunaraðgerðum á Haítí í kjölfar jarðskjálftans í janúar 2010 en þeir voru með fyrstu björgunarsveitum á svæðið.  Komið var að ýmsu viðhaldi og endurnýjun á þeim sérhæfða búnaði sem hópurinn hefur yfir að ráða

Styrkur sem þessi gerir rústahópnum kleift að efla til muna þann búnað sem nauðsynlegur er til rústabjörgunar og því ljóst að styrkurinn verður mikil lyftistöng fyrir hópinn sem stendur nú mjög vel að vígi þegar kallið kemur.

Rústabjörgunarsvetin Ársæll er hluti af Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sinnir óveðursaðstoð, viðbrögðum við jarðskjálftum og ofanflóðum í byggð á landsvísu.   

 

Fulltrúar Auroru velgerðasjóðs fengu skoðunarferð um húsakynni Rústahópsins Ársæls nú í vikunni og afhentu um leið nýja búnaðinn sem er sérhæfð leitarmyndavél, línubjörgunarbúnaður, kjarnaborvél, naglabyssa, steinsög og sérhannaðir bakpokar fyrir aðila er sinna rústabjörgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×