Innlent

Óperudraugurinn í Miðgarði

Skagfirðingar æfa nú af fullum krafti Óperudrauginn eftir Andrew Lloyd Webber en verkið verður frumsýnt í félagsheimilinu Miðgarði um næstu helgi. Það er hin góðkunna leikkona Guðrún Ásmundsdóttir sem leikstýrir. Það er sönghópurinn Draumaraddir norðursins og ópera Skagafjarðar sem standa fyrir uppfærslunni sem er ansi metnaðarfull.

Guðrún Ásmundsdóttir skrifar leikgerðina upp úr klassískri skáldsögu franska rithöfundarins Gasdton Leroux en Andrew Loyd Webber gerði úr henni frægan söngleik. Guðrún sér sjálf um að leikstýra verkinu sem verður frumsýnt þann 1. maí í menningahúsi Skagfirðinga, Miðgarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×