Innlent

Sama mengaða amfetamínið fannst við leit í bíl á dögunum

Andri Ólafsson skrifar
Grunur leikur á að kona sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í dag hafi látist af völdum eitraðs amfetamíns.

Óttast er að töluvert sé af þessu efni hér á landi en sex ungmenni létust af þessum völdum í Noregi í vetur.

Konan sem lést er rúmlega tvítug. Hún var í samkvæmi í húsinu ásamt fjórum öðrum einstaklingum, tveir körlum og tveimur konum, sem hafa verið handtekin í þágu rannsóknar málsins. Fíkniefna var neytt í samkvæminu.

Unnið er að því að finna út dánarorsök konunnar en grunur leikur á hún hafi notað eitraða metamfetamínblöndu sem inniheldur svokallað PMMA og er afar hættuleg.

Lögreglan í Borgarnesi fann samskonar efni við leit í bíl á dögunum og vitað er um dauðsföll tengd þessu efni víða um heim. Í Noregi létust sex ungmenni af þessum völdum í vetur.

Tæknideild lögreglunnar var að störfum á vettvangi fram eftir degi. Fíkniefnahunda voru leiddir um vettvanginn og þá voru skýrslu teknar af fjórmenningum sem voru í samkvæminu þegar konan lést.

Ákvörðun um hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir þeim hefur ekki verið tekin.


Tengdar fréttir

Fjórir handteknir vegna dauðsfalls í Árbæ

Fjórir hafa verið handteknir vegna andláts rúmlega tvítugrar konu sem varð í íbúð í Árbænum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þeir kallaðir á vettvang um hádegisbilið. Endurlífgunartilraunir tókust ekki og var kona úrskurðuð látin í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×