Innlent

Erlingur hlaut þýðingarverðlaun

Erlingur ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.
Erlingur ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.
Erlingur E. Halldórsson hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri.

Fjórir aðrir þýðendur voru tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni:

Atli Magnússon var tilnefndur fyrir Silas Marner eftir George Eliot Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell Espmark Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers Þórarinn Eldjárn fyrir Lé konung eftir William Shakespeare

Verðlaununum fylgja 400.000 kr. sem Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda leggja til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×