Innlent

Undirbýr allsherjarverkfall í maí

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Forseti ASÍ segir ekki koma lengur til greina að gera kjarasamning til þriggja ára. Verkalýðshreyfingin undirbúi nú allsherjarverkfall í maí sem verður rætt nánar eftir helgi.

Samtök atvinnulífsins lýstu í gær yfir vilja sínum til að semja til þriggja ára en fyrir tveimur vikum voru þau komin nálægt því að semja við ASÍ til þriggja ára.

Samtök atvinnulífsins gengu þó frá samningaborðinu vegna óskýrrar framtíðarstefnu stjórnvalda um fiskveiðistjórnunarkerfið. Nýtt frumvarp til laga um fiskveiðistjórnun var hins vegar lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær.

Í bókun ríkisstjórnarinnar segir að við meðferð frumvarpsins verði haft samráð við samtök atvinnulífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×