Erlent

Silvio loks á sakamannabekk

Óli Tynes skrifar
Mamma mia.
Mamma mia. MYND/AP
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu kom fyrir rétt í Milano í dag. Það er í fyrsta skipti sem hann kemur í dómssal í þeim fjölmörgu málum sem reynt hefur verið að höfða gegn honum undanfarin misseri. Berlusconi tekst nú á við þrjár ákærur. Hann er ákærður fyrir að hafa mök við stúlku undir lögaldri. Hann er ákærður fyrir að kaupa mann til þess að bera ljúgvitni og hann er ákærður fyrir svindl í sambandi við kaup á sjónvarpsrásum.

Í Milano er hann fyrir rétti sakaður um að hafa borgað breskum fyrrverandi lögfræðingi sínum 600 þúsund dollara fyrir að ljúga fyrir rétti. Forsætisráðherrann mætti í dómshúsið klukkan níu í morgun og gekk beint frá bíl sínum inn í réttarsalinn, að sögn viðstaddra fréttamanna. Hann neitar sök í öllum málunum gegn sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×