Innlent

Aukin aðstoð við innflytjendur

Innflytjendur geta nú sótt ráðgjöf og upplýsingar um réttindi sín og skyldur í Þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd. Í tilkynningu frá borginni segir að boðið sé upp á almenna ráðgjöf, til að mynda um dvalarleyfi og ríkisborgararéttindi, réttindamál ýmis konar, sem og upplýsingar um menntunarmöguleika og frístundir, auk lögfræðilegrar ráðgjafar.

„Reykjavíkurborg hefur boðið upp á sambærilega þjónustu í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða á Skúlagötu 21 sem þjónustar enn innflytjendur,“ segir ennfremur. „Markmiðið er að auka aðgengi innflytjenda að þjónustu frá borginni og auðvelda innflytjendum þátttöku í íslensku samfélagi. Boðið er upp á túlkaþjónustu þegar þörf krefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×