Erlent

Fannst á lífi eftir sjö vikur í óbyggðum

Rita og Albert Chretien.
Rita og Albert Chretien. MYND/AP
Veiðimenn í Nevada í Bandaríkjunum fundu í gær kanadíska konu á lífi en hennar hefur verið saknað í sjö vikur. Konan er að ná sér á spítala en björgunarsveitir leita enn að manni hennar sem var með í för.

Þau festu bíl sinn á fáförnum skógarvegi og eftir að hafa hafst við í bílnum í þrjá daga fór eiginmaðurinn eftir hjálp. Konan hafðist hinsvegar við í bílnum og mun ná sér að fullu. Hún lifði á vatni og örlitlu nesti sem hjónin höfðu með sér.

Ættingjar þeirra í Kanada höfðu talið þau af en nú er veik von um að maðurinn sé mögulega enn á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×