Erlent

Enginn skipti sér af báti flóttamanna -61 fórst

Óli Tynes skrifar
Bátur fullur af flóttamönnum.
Bátur fullur af flóttamönnum.
Sextíu og einn flóttamaður lét lífið um borð í báti sem var að reyna að komast frá Líbíu til ítölsku eyjarinnar Lampedusa í mars síðastliðnum. Fólkið lést úr hungri og þorsta eftir eftir að hafa averið á reki í 16 daga. Breska blaðið The Guardian segir að þótt vitað hafi verið af því að báturinn var eldsneytislaus á reki hafi engin yfirvöld brugðist við.

 

Blaðið heldur því fram að franska flugmóðurskipið Charles de Gaulle hafi verið svo nálægt bátnum að enginn vafi geti leikið á því að það hafi orðið hans vart. Það hafi hinsvegar ekki skipt sér af honum. Bátinn rak loks aftur á land í Líbíu. Einn af ellefu sem lifði af segir að einn daginn hafi þyrla sveimað yfir bátnum og látið vatn og kex síga niður ásamt orðsendingu um að hjálp væri á leiðinni. Sú hjálp hafi aldrei borist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×