Erlent

Obama krefst skýringa frá Pakistönum

Barack Obama vill að Pakistanar rannsaki hvernig alræmdasti hryðjuverkaleiðtogi heims gat búið velsældarlífi í friðsælu úthverfi í landinu án þess að nokkur yrði hans var.

Bandaríkjaforseti var í ítarlegu viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 minutes í gærkvöldi og þar sagði hann morgunljóst að stjórnvöld í Pakistan verði að rannsaka hvort einhverjir opinberir embættismenn eða háttsettir hermenn hafi vitað af veru Al Kaída leiðtogans í landinu en hann var drepinn af bandarískri sérsveit í bænum Abbottabad á dögunum.

Þar hafði hann búið síðastliðin sex ár en í bænum er meðal annars virtasti herskóli Pakistanska hersins. Obama sagði í þættinum að Bin Laden hlyti að hafa haft einhversskonar stuðningsnet sem gerði honum kleift að búa óáreittur í bænum. Þá hafa Bandaríkjamenn krafist þess að fá að yfirheyra ekkjur Bin Ladens en þær urðu eftir í húsinu eftir árásina og munu vera í haldi Pakistanskra yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×