Hvítabirnir líka jurtaætur og geta verið án matar mánuðum saman KMU skrifar 8. maí 2011 19:20 Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka." Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka."
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira